Lög félagsins

Lög Lúðrasveitar Mosfellsbæjar
Samþykkt á stofnfundi 2. mars 2025
1.gr.
Félagið heitir Lúðrasveit Mosfellsbæjar.
2. gr.
Tilgangur félagsins er sviðslistir og tónlistarstarf, að spila saman í góðum félagsskap og vera stuðningur við Skólahljómsveit Mosfellsbæjar. Eingöngu er um félagasamtök að ræða og verður enginn atvinnurekstur hjá félaginu.
3. gr.
Tilgangi sínum hyggst félagið ná með reglubundnum æfingum yfir vetrartímann, tónleikahaldi, samstarfi við aðrar lúðrasveitir og víðar þar sem eftir er leitað.
4. gr.
Félagsaðild hafa þeir sem starfa reglulega með hljómsveitinni hverju sinni. Nýir félagar geta bæst við í samráði við stjórn og stjórnanda sem metur hæfni þeirra.
5. gr.
Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi.
6. gr.
Aðalfund skal halda eigi síðar en 1. apríl ár hvert og skal boða til hans með að minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti. Aðalfundur er löglegur sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
-
Kosning fundarstjóra og fundarritara
-
Skýrsla stjórnar lögð fram
-
Reikningar lagðir fram til samþykktar
-
Lagabreytingar
-
Kosning stjórnar
-
Kosning skoðunarmanns reikninga
-
Önnur mál
7.gr.
Stjórn félagsins skal skipuð 3 félagsmönnum, formanni og 2 meðstjórnendum, kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn. Einnig er heimilt að kjósa allt að 3 varamenn. Formaður er kosinn sérstaklega en stjórnin skiptir að öðru leyti með sér verkum. Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda. Formaður boðar til funda. Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.
8.gr.
Félagið fjármagnar starfsemi sína fyrst og fremst með aðgangseyri á tónleikum og styrkjum.
9. gr.
Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið til uppbyggingar á félags- og hljómsveitarstarfinu. Félagsmenn njóta ekki fjárhagslegs ávinnings af starfsemi félagsins.
10. gr.
Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir þess til þeirra góðgerðarmála sem ákveðin verða á slitafundi.
Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi þann 02.03.2025
